Kennir ekki trúnni um samtökin

Skjáskot úr myndbandi Ríkis Íslam af aftöku Davids Haines.
Skjáskot úr myndbandi Ríkis Íslam af aftöku Davids Haines. AFP

Bróðir David Haines, sem var myrtur í myndbandi sem Ríki íslams sendi frá sér í gær, hefur sent frá sér myndband þar sem hann talar um fráfall bróður síns. Einnig talaði hann um Ríki íslam og sagði m.a. að hryllingurinn sem samtökin stunduðu væri ekki íslamstrú að kenna. 

„Við erum að sjá meiri og meiri róttækni á öllum sviðum samfélagsins. Þetta er ekki kynþátta-, trúar- eða pólitískt vandamál, þetta er mannlegt vandamál. snýst ekki um kynþátt, trú eða stjórnmál, þetta er mannlegt vandamál,“ sagði hann. 

Hann sagði jafnframt að ekki væri hægt að kenna íslamstrú um Ríki íslam. „Það er ekki hægt að kenna trúnni um samtökin. Þau eru heldur ekki á ábyrgð fólks í miðausturlöndum.“

Haines, sem er tveggja barna faðir, var rænt í Sýrlandi í mars 2013. Í myndbandi sem Ríki íslam sendi frá sér í gær sést hann vera tekinn af lífi af liðsmanni Ríki íslam.

„Ríki íslam eru gífurlega hættuleg samtök og þau ógna öllum þjóðum, öllum trúarbrögðum, öllum stjórnmálum og öllum einstaklingum,“ sagði Mike Haines í myndbandinu og bætti við að þeir Bretar sem hafa farið til Sýrlands og Íraks til þess að berjast með samtökunum ættu að „horfast í augu við afleiðingar gjörða sinna.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert