Boða handtökur fljótlega

Lík bresku námsmannanna fundust á ströndinni
Lík bresku námsmannanna fundust á ströndinni AFP

Taílenska lögreglan leitar nú manns sem talinn er hafa flúið til Bangkok en hann er talinn tengjast morðunum á tveimur Bretum, Hannah Witheridge, 23 ára, og David Miller, 24 ára, en þau fundust látin á ströndinni á eyjunni Koh Tao þann 15. september. Lögreglan boðað handtökur í málinu fljótlega.

Fréttamaður BBC, Jonathan Head, segir að lögreglan leiti nú manns sem yfirgaf eyjuna þann sama dag og lík þeirra fundust og er talið að hann sé í felum í höfuðborginni. Lögreglan telur að þrír menn hið minnsta eigi aðild að árásinni á bresku ferðamennina.

Niðurstaða réttarmeinarannsóknar bendir til að Witheridge hafi látist af völdum höfuðáverka en rekja megi dauða Miller til nokkurra högga á höfuðið og hann hafi svo drukknað.

Tveir grunaðir í tengslum við morðin

Hannah Witheridge og David Miller
Hannah Witheridge og David Miller AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert