Svíar fá konunglegt brúðkaup í júní

Karl Filipp og Sofia Hellqvist
Karl Filipp og Sofia Hellqvist AFP

Karl Filippus Svíaprins og unnusta hans Sofia Hellqvist munu ganga í hjónaband laugardaginn 13. júní á næsta ári, að því er fram kemur á vef sænsku konungsfjölskyldunnar.

Hjónavígslan mun fara fram í Hallarkirkjunni í Stokkhólmi. Brúðhjónin væntanlegu skrifa á vefinn að um sumarbrúðkaup sé að ræða á þeim tíma sem Svíþjóð skarti sínu fegursta. Þau séu afar spennt og mikil gleði ríki, segir í frétt Svenska dagbladet.

Það var hinn 27. júní sl. sem þau trúlofuðu sig og nú hafa þau ákveðið að ganga í hjónaband í júní líkt og systur prinsins, þær Viktoría og Magdalena, gerðu. 

Håkan Pettersson, sem hefur umsjón með ýmsum málum konungsfjölskyldunnar, segir að þegar sé byrjað að undirbúa brúðkaupið og veisluna. En hann er ekki óvanur því að hafa umsjón með konunglegum brúðkaupum þar sem hann hafði umsjón með undirbúningi brúðkaups Viktoríu krónprinsessu fyrir fimm árum og Magðalenu prinsessu árið 2013.

Hann segir að brúðhjónin sjái sjálf um yfirumsjón með skipulagningunni nú og að brúðkaupið verði stórt en ekki risavaxið.

Fyrst var upplýst um samband þeirra Karls Filippusar og Sofiu árið 2010. Sofia, sem er 29 ára að aldri, er fyrrverandi fyrirsæta og hefur verið orðrómur um að konungsfjölskyldan sé lítt hrifin af henni þar sem hún hafi meðal annars komið fram hálfnakin. Hún er menntaður jógakennari og rak meðal annars jógasetur í New York áður en hún hóf sambúð með prinsinum.

Brúneygði prinsinn fann ástina

Sofia Hellqvist og Karl Filipp
Sofia Hellqvist og Karl Filipp AFP
Karl Filipp, Svíaprins og hertogi af Varmalandi.
Karl Filipp, Svíaprins og hertogi af Varmalandi. AFP
Forseti sænska þingsins Urban Ahlin, Karl Gústaf Svíakonungur, Silvía drottnin, …
Forseti sænska þingsins Urban Ahlin, Karl Gústaf Svíakonungur, Silvía drottnin, Viktoría krónprinsessa, Daníel prins, Sofia Hellqvist og Karl Filippus. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert