Búið að bera kennsl á báða Frakkana

Talið er að rúmlega eitt þúsund franskir ríkisborgarar hafi tekið …
Talið er að rúmlega eitt þúsund franskir ríkisborgarar hafi tekið þátt í átökunum í Sýrlandi og í Írak en 375 ríkisborgarar séu í löndunum tveimur í dag. AFP

Búið er að bera kennsl á báða frönsku ríkisborgarana sem sjást í myndskeiði sem samtökin Ríki íslam birtu á vefsíðu sinni um helgina.

Áður hafði verið greint frá því að annar þeirra væri hinn 22 ára Maxime Hauchard. Hinn er sagður vera Abu Othman en hann bjó áður í einu af úthverfum Parísar.

Að sögn Francois Hollandes, forseta Frakklands, er ekki ljóst hvaða hlutverki Frakkarnir gegna í myndbandinu.

Talið er að rúmlega eitt þúsund franskir ríkisborgarar hafi tekið þátt í átökunum í Sýrlandi og í Írak en 375 ríkisborgarar séu í löndunum tveimur í dag.

Að minnsta kosti 36 hafa látið lífið. Hollande segir að mál bardagamannanna og hvernig þeir eru „heilaþvegnir“ sé gríðarlega mikið áhyggjuefni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert