Írak

Börnin borin heim í líkkistum

9.6. Hin nítján ára gamla Reem hugsaði sig vel og lengi um áður en hún tók þá erfiðu ákvörðun að flýja borgina Raqqa í Sýrlandi. Hún lagði í mikla hættuför en komst í skjól. Heimsforeldrar UNICEF skipta sköpum þegar kemur að því að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra á flótta. Meira »

Þjóðverjar berjast með Kúrdum

10.4. Yfir 200 manns hafa ferðast frá Þýskalandi til Íraks og Sýrlands til að berjast með kúrdískum hermönnum gegn Ríki íslams. Þetta kom fram í svari innanríkisráðherra Þýskalands við fyrirspurn frá vinstri­flokknum, Die Lin­ke. Meira »

Óttast að yfir 200 hafi látist

25.3. Sameinuðu þjóðirnar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af fregnum um að fjöldi almennra borgara hafi látist í loftrárásum á borgina Mosúl í Írak. Meira »

52 látnir eftir kröftuga bílsprengju

16.2. Í það minnsta 52 eru látnir og fleiri en fimmtíu særðir eftir að kröftug bílsprengja sprakk á markaði með notaða bíla í suðurhluta Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag. Árásin er sú skæðasta það sem af er þessu ári. Meira »

Börn í skóla á nýjan leik

24.1. Þúsundir íraskra barna hafa sest aftur á skólabekk í Mósúl í Írak. 30 skólar voru opnaðir á sunnudaginn í austurhluta Mósúl sem taka við 16 þúsund börnum. Skólahald hefur ekki verið með eðlilegum hætti undanfarin tvö ár eftir að íslamskt jíhad hefur verið þar í gildi, segir í tilkynningu frá UNICEF. Meira »

Hart barist um háskólann í Mósúl

13.1. Hersveitir Íraksstjórnar og bandamanna þeirra hafa mætt mikilli mótstöðu frá vígamönnum hryðjuverkasamtakanna Ríki íslams í baráttunni um Mósúl háskóla í dag, en samtökin hafa notað skólabyggingarnar sem bækistöðvar fyrir vígamenn sína í borginni. Meira »

Hengdu upp lík í borginni

11.11. Liðsmenn hryðju­verka­sam­tak­anna Ríkis íslams hafa myrt yfir 60 manns í þessari viku í borginni Mosúl og hengt lík þeirra upp víða um borgina, samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum. AFP greinir frá. Meira »

Kúrdar taka mikilvægan bæ

8.11. Hersveitir Kúrda hafa tekið bæinn Bashiqa í Írak sem áður var á valdi hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams. Hertaka bæjarins er mikilvægur liður í að greiða fyrir sókn að borginni Mosúl úr austri en borgin er síðasta borgin í landinu á valdi samtakanna. Meira »

Mikilvægur áfangi í átt að Mosúl

7.11. Íraksher hefur náð yfirráðum í bænum Hamam al-Alil á leið sinni til Mosúl en bærinn var undir yfirráðum Ríkis íslams. Yfirtakan er mikilvægur áfangi í leið hersins í átt að borginni Mosúl, helsta vígi Ríkis íslams í Írak. Meira »

Harðir bardagar í Mosúl

4.11. Íraskar sérsveitir eru komnir langt inn í Mosúl og eiga þar í hörðum bardögum við vígamenn Ríkis íslams, sem hafa ráðið yfir borginni í rúm tvö ár. Meira »

Búa við hryllilega martröð

2.11. Hjálparstarfsmenn í Írak búa sig undir það versta en líf almennra borgara er í húfi á sama tíma og átökin um Mosúl harðna. Íbúar borgarinnar hafa búið við hryllilega martröð í á annað ár eða allt frá því Ríki íslams náði borginni á sitt vald. Meira »

700 metra frá Mosúl

31.10. Íraskar hersveitir nálgast borgina Mosúl óðfluga og eru að undirbúa innrás. Að sögn hershöfðingjans Muntadhar Salem munu þær eiga eftir 700 metra til borgarinnar í kvöld ef allt gengur eftir. Meira »

Hart sótt að Mosúl

31.10. Íraskar sérsveitir þokast nú nær austurmörkum borgarinnar Mosúl og herða sóknina gegn liðsmönnum Ríkis íslam sem hafa hana á sínu valdi. Hryðjuverkamennirnir hafa beitt sprengjuvörpum gegn sérsveitunum sem sækja að Mosúl frá bænum Bartalla. Meira »

Hafa drepið 800 til 900 jíhadista

27.10. Bandarísk stjórnvöld segja allt að 900 bardagamanna Ríkis íslams hafa fallið í sókninni til að endurtaka Mosúl. Íbúar borgarinnar streyma nú í nærliggjandi búðir og fagna því að komast undan hryðjuverkasamtökunum. Sumir hafa átt endurfundi við ættingja sem þeir hafa ekki séð í meira en tvö ár. Meira »

Sjálfsmorðssveitir á leið til Mosúl

26.10. Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams eru að senda sjálfsmorðssveitir frá Sýrlandi til Mosúl í Írak til að styrkja vígamenn sína þar í orrustunni við íraska herinn um borgina. Meira »

Jasítar lausir úr haldi

30.4. Þrjátíu og sex Jasítar eru lausir úr haldi vígamanna Ríkis íslams í norðurhluta Íraks. Hópurinn hafði verið í haldi vígamannanna í næstum því þrjú ár, að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna. Meira »

„Vonandi ekki systir mín“

7.4. Í hvert skipti sem sem sjúklingur er borinn inn á Athbah sjúkrahúsið, suður af Mósúl í Írak biður Sultan læknir þess að þetta sé ekki systir hans eða bróðir. Flestir þeirra sem starfa á sjúkrahúsinu eru frá borginni stríðshrjáðu og hver sjúklingur getur verið ættingi eða nágranni. Meira »

Fimmtán fórust í bílsprengingu

20.3. Að minnsta kosti 15 manns fórust og 33 særðust þegar bílsprengja sprakk í Bagdad, höfuðborg Íraks, að sögn innanríkisráðuneytis landsins. Meira »

Aðstæður í Mósúl sagðar versna hratt

15.2. Aðstæður íbúa í vesturhluta írösku borgarinnar Mósúl fara hratt versnandi og eru mikið áhyggjuefni að mati Sameinuðu þjóðanna. Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams hafa komið sér fyrir í vesturhluta Mósúl, þar sem þeir dvelja ásamt 750.000 almennum borgurum. Meira »

Íslensk kveðja til kvenna í Írak

23.1. UN Women í Írak dreifir sæmdarsettum að andvirði sex milljónir króna sem söfnuðust í neyðarsöfnun samtakanna hér á landi í nóvember síðastliðnum. Í sæmdarsettunum eru helstu nauðsynjar líkt og dömubindi, sápa og vasaljós. Meira »

Bein á víð og dreif og lyktin óbærileg

18.11. Íraskar hersveitir hafa fundið aðra fjöldagröf skammt frá Mosúl, sem þær telja geyma líkamsleifar fórnarlamba hryðjuverkasamtakanna Ríki íslam. Teymi frá AFP-fréttaveitunni heimsóttu svæðið, sem er nærri þorpinu Tall Adh-Dhahab. Meira »

Bardaginn um Mosúl nálgast Nimrud

10.11. Bardaginn um næststærstu borg Íraks, Mosúl, færist sífellt nær sögufræga staðnum Nimrud. Óttast er að staðurinn verði fyrir enn frekari skemmdum en liðsmenn Ríkis íslams hafa þegar unnið skemmdarverk á honum með sprengjum og sleggjum. Meira »

Fundu höfuðlaus lík í fjöldagröf

7.11. Lögreglumenn í Írak tilkynntu í dag að þeir hefðu fundið fjöldagröf við landbúnaðarháskóla á svæði sem endurheimt var frá hryðjuverkasamtökunum Ríki íslams. Meira »

17 almennir borgarar féllu í sprengjuárás

5.11. Sautján almennir borgarar féllu þegar vegasprengjur sprungu í Írak. Fólkið var að flýja frá borginni Hawija þar sem liðsmenn hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við Ríki íslams hafa haldið sig. Meira »

UN Women safna fyrir konur í Mosúl

4.11. „Þær eiga ekkert. Konur hafa ekki eingöngu verið innilokaðar heima hjá sér heldur hafa þær hvorki mátt eiga né nota síma, snjallsíma, internet, horfa á sjónvarp né eiga í samskiptum við umheiminn á nokkurn hátt.“ Meira »

Hersveitir komnar inn í Mosúl

1.11. Íraskar hersveitir eru komnar inn í Mosúl. Borgin hefur verið á valdi vígamanna Ríkis íslams í tvö ár. Vígamennirnir hafa sýnt mikla mótstöðu, stráfellt óbreytta borgara og kveikt í efnaverksmiðjum. Meira »

Ráðast inn í Mosúl á næstu klukkustundum

31.10. Íraskar sérsveitir eru nú komnar að Mosúl og munu fara inn í borgina á næstu klukkustundum. Þetta segir yfirmaður sérsveitarinnar í viðtali við íraska sjónvarpsstöð. Meira »

Sjálfstæðið á dagskrá þegar Mosúl fellur

28.10. Stjórnvöld í sjálfsstjórnarhéraðinu Kúrdistan hyggjast blása nýju lífi í baráttu sína fyrir sjálfstæði þegar sókninni að Mosúl lýkur og hryðjuverkasamtökin Ríki íslam hafa verið hrakin á brott úr borginni. Meira »

Búa sig undir að flýja Mósúl

26.10. Vígamenn hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams eru farnir að skerða skegg sitt og skipta um felustaði í Mósúl, að því er AFP-fréttastofan hefur eftir íbúum borgarinnar. Hersveitir Írakshers nálgast borgina æ meira með hverjum deginum sem líður og eru hersveitirnar nú í innan við 5 km fjarlægð. Meira »

„Fordæmalaus“ alda árása

24.10. Bandamenn undir forystu Bandaríkjanna, sem berjast við hlið íraskra hersveita gegn vígamönnum Ríkis íslams, hafa hafið „fordæmalausa“ öldu loftárása í orrustunni um Mosúl. Meira »