Játaði að hafa myrt systurnar

Lögreglan í Hondúras hefur handtekið tvo vegna morðanna á fegurðardrottningunni Mariu Jose Alvarado, 19 ára, og systur hennar Sofiu Trinidad, 23 ára.

Systurnar hurfu sporlaust í síðustu viku en lík þeirra fundust í fyrradag grafnar við árbakka skammt frá borginni Santa Barbara.

Annar hinna handteknu er unnusti Trinidad og hefur hann játað að hafa skotið þær og grafið líkin, að sögn lögreglu sem telur að ástæðan sé  afbrýðisemi.

Alvarado, sem var kjörin Ungfrú Hondúras í apríl, var að fara til Lundúna þar sem hún ætlaði að taka þátt í keppninni Miss World í desember fyrir hönd þjóðar sinnar. Samkvæmt frétt BBC hafa aðstandendur keppninnar sent samúðarkveðjur til aðstandenda.

Plutarco Ruiz, unnusti Trinidad, hefur játað að hafa skotið konurnar og grafið lík þeirra með aðstoð vinar sín, Aris Maldonado, sem einnig er í haldi lögreglu.

Að sögn yfirmanns rannsóknardeildar lögreglunnar, Leandro Osoriom, játaði Ruiz að hafa skotið unnustu sína vegna afbrýðisemi eftir að hafa séð hana dansa við annan mann fyrr um kvöldið. Hann hafi síðan skotið Alvarado og grafið líkin.

Lágu hálf grafnar í jörðina

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert