Meintur höfuðpaur fjöldamorðanna fallinn

Minnst 149 manns létust í fjöldamorðum í skólanum í Peshawar.
Minnst 149 manns létust í fjöldamorðum í skólanum í Peshawar. AFP

Meintur höfuðpaur fjöldamorðanna grunnskóla í Peshawar-héraði í Pakistan er fallinn. Hann er sagður hafa látið lífið eftir klukkustundar langan skotbardaga við öryggissveitir í gærkvöldi.

Uppreisnarmaðurinn er sagður heita Saddam. Sex vitorðsmenn hans slösuðust og voru handtekinir.

Hópur talibana gerðu árás á skólann þann 16. desember sl. Vopnaðir menn gengur á milli skólastofa og myrtu börnin sem þar voru. Mennirnir voru klæddir í herbúninga en skólinn er einn af 146 skólum sem reknir eru í landinu fyrir börn starfsmanna hersins.

Árásin „11. september Pakistans“

Fóru á milli skóla og myrtu börn

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert