Mesta ógn frá 11. september 2001

AFP

Rob Wainwright, yfirmaður Europol, segir að Evrópa standi frammi fyrir mestu hryðjuverkaógn frá því hryðjuverkamenn réðust á Bandaríkin þann 11. september 2001. Hann segir að í gegnum samskiptamiðla séu þúsundir ungra manna fengnir til liðs við hryðjuverkahópa.

Talið er að um 5.000 þeirra gætu snúið aftur til Evrópu frá löndum á borð við Sýrland, mögulega í þeim tilgangi að fremja hryðjuverk. Þetta kemur fram á vef Sky-fréttastofunnar.

Wainwright upplýsti breska þingnefnd um stöðuna í dag. Hann segir að á bilinu 3.000 til 5.000 manns, sem eru ríkisborgarar Evrópusambandsins, hafi ferðast til annarra landa og sá möguleiki sé fyrir hendi að þeir snúi aftur heim í þeim tilgangi að fremja voðaverk. 

Evrópulögreglan hefur þegar safnað saman lista með yfir 2.500 nöfnum. Þetta kom fram á fundinum í dag, en fundurinn var haldinn í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París í síðustu viku. Þar myrtu vopnaðir menn, sem tengdust íslömskum öfgasamtökum, 17 manns.

Frakkar hafa aukið allan öryggisviðbúnað þar í landi í kjölfar …
Frakkar hafa aukið allan öryggisviðbúnað þar í landi í kjölfar árásanna í síðustu viku. AFP
Margir ungir menn hafa ferðast til Sýrlands til að berjast …
Margir ungir menn hafa ferðast til Sýrlands til að berjast með uppreisnarhópum þar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert