Churchill „besti forsætisráðherra“ Bretlands

Fimmtíu ár verða á morgun liðin frá dauða Winstons Churchill, forsætisráðherra Bretlands í seinni heimsstyrjöldinni. David Cameron, núverandi forsætisráðherra Bretlands, segir Churchill hafa verið „besta forsætisráðherrann“ í sögu landsins og það eigi honum allt að þakka.

Churchill er sérstaklega minnst fyrir að hafa leitt Breta og bandamenn til sigurs gegn nasistum í seinni heimsstyrjöldinni. Hann var einnig þekktur fyrir orðheppni og hvatti Cameron Breta til þess að rifja upp uppáhalds tilvitnanir sínar í stjórnmálaleiðtogann í tilefni tímamótanna.

Þess má geta að Churchill heimsótti Ísland stuttlega á meðan á stríðinu stóð, 16. ágúst árið 1941.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert