Staðfestu lífstíðardóma vegna Srebrenica

Ljubisa Beara (til vinstri) og Vujadin Popovic (til hægri).
Ljubisa Beara (til vinstri) og Vujadin Popovic (til hægri). Samsett mynd

Stríðsdómstóll Sameinuðu þjóðannaí málefnum fyrrum Júgóslavíu staðfesti í dag lífstíðardóma yfir tveimur Bosníu Serbum, þeim Vujadin Popovic og Ljubisa Beara. Dóminn fá þeir fyrir fjöldamorð í Srebrenica árið 1995.

Popovic mætti svartklæddur í dómssal í morgun og hristi höfuðið þegar dómurinn var lesinn upp. Beara var einnig svartklæddur og sýndi hann engar tilfinningar þegar niðurstaðan lá fyrir. Mennirnir eru dæmdir fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu.

Tuttugu manns hafa verið sakfelldir fyrir glæpi í tengslum við Srebrenica.

Kveða upp dóm vegna fjöldamorðanna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert