Skotinn með köldu blóði

Fjölmargir hafa lagt blóm við bænahús gyðinga þar sem einn …
Fjölmargir hafa lagt blóm við bænahús gyðinga þar sem einn maður var myrtur í nótt. AFP

Danski kvikmyndagerðarmaðurinn Finn Nørgaard, 55 ára, var skotinn af stuttu færi með köldu blóði, segir vitni að morðinu á kaffihúsinu í Kaupmannahöfn síðdegis í gær, í samtali við Ekstra Bladet. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson segir að hann hafi ekki þekkt Dan Uzan, 37 ára, náið sem var skotinn til bana í bænahúsi gyðinga í Krystalgade í nótt. En þeir hafi hist oft fyrir um tíu árum síðan og þeir spjallað saman.

Uzan var vel liðinn og þekktur í samfélagi gyðinga í Kaupmannahöfn. Hann var á vakt í bænahúsinu í gærkvöldi en þar var verið að ferma (Bat mitzva) unga stúlku. 

„„Dan var mjög einrænn og feiminn maður. Sagði aldrei mikið og var kurteis og hlédrægur,““ segir Vilhjálmur sem kannaðist aðeins við Finn sem lést í fyrri árásinni.

Framkvæmdastjóri samtaka gyðinga í Evrópu, rabbíninn Menachem Margolin, sakar leiðtoga Evrópusambandsins um að standa ekki nægjanlega vörð um gyðinga í álfunni. Samtökin fara fram á að öryggisgæslu verði komið á af hálfu stjórnvalda allra ríkja Evrópu við allar byggingar sem tengjast gyðingum.

Lögregla hefur ekki upplýst um hver morðinginn er né heldur af hvaða þjóðerni hann er en Jørgen Skov, hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn segir að hann hafi búið í borginni.

Samkvæmt upplýsingum sem fram komu á blaðamannafundi í morgun hafði sérsveit lögreglunnar (PET) upplýsingar um manninn en það hefur ekki verið skýrt nánar. 

Á Aftenposten kemur fram að verið sé að kanna hvort hann hafi hlotið hernaðarþjálfun í Sýrlandi, Írak eða annars staðar en samkvæmt dönskum fjölmiðlum er ekkert sem bendir til þess.

Uppfært klukkan 12:50

Lögreglan hefur handtekið ungan mann á Austurbrú eftir viðamikla lögregluaðgerð við Vognmandsmarken, að því er fram kemur á vef Ekstrabladet.

Gyðingar vilja stórauka gæslu við samkomuhús sín í Evrópu
Gyðingar vilja stórauka gæslu við samkomuhús sín í Evrópu AFP
AFP
Danska lögreglan að störfum
Danska lögreglan að störfum EPA
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert