Fangaskipti útilokuð

Stjórnvöld í Indónesíu segja að áströlsku fíkniefnasmyglararnir verði teknir af lífi auk annarra útlendinga sem hafa verið dæmdir til dauða og til stendur til að taka á lífi á næstunni. Útiloka þau að samið verði um fangaskipti við Ástralíu líkt og áströlsk stjórnvöld hafa lagt til.

Að sögn Tedjo Edhy Purdijatno, sem fer með öryggismál í ríkisstjórn Indónesíu, verður dauðadómunum framfylgt líkt og forseti landsins hefur fyrirskipað. Í sama streng tekur dómsmálaráðherra Indónesíu, Muhammad Prasetyo, sem segir að tilboð Ástrala sé ekki tengslum við það sem til standi og ekki sé hægt að fallast á það.

Utanríkisráðherra Ástralíu, Julie Bishop, lagði fram tilboð um að ríkin tvö hefðu fangaskipti og að þeir  Andrew Chan og Myuran Sukumaran, höfuðpaurar fíkniefnasmyglhringsins, Bali Nine, yrðu framseldir til Ástralíu. Þeir voru dæmdir til dauða í Indónesíu fyrir nokkrum árum og voru í gær fluttir á eyjuna þar sem aftökur fara fram. Til stendur að taka þá af lífi ásamt fleiri útlendingum á næstu dögum.

Komnir á dauðaeyjuna

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert