Sendiherrann á batavegi

Hér sést sendiherrann eftir árásina
Hér sést sendiherrann eftir árásina AFP

Sendiherra Bandaríkjanna í Suður-Kóreu, Mark Lippert, er á batavegi eftir aðgerð sem hann fór í eftir að hafa orðið fyrir árás í gærkvöldi (að morgni í Kóreu). Maður sem er andvígur sameiginlegum heræfingum Bandaríkjamanna og Suður-Kóreu réðst á hann vopnaður rakhníf er sendiherrann snæddi morgunverð í miðborg Seúl, höfuðborgar S-Kóreu. Blæddi gríðarlega úr sárum Lippert og var hann í aðgerð í tvo og hálfan tíma í nótt. 

Árásarmaðurinn, Kim Ki-Jong, 55 ára, var klæddur í hefðbundnum fatnaði Kóreubúa er hann réðst á Lippert. Hann var handtekinn á staðnum og er í haldi lögreglu. Hann er þekktur aðgerðarsinni sem var dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi árið 2010 fyrir að hafa kastað grjóti að japanska sendiherranum í Seúl. 

Einn læknanna sem gerði aðgerð á sendiherranum að ef skurðirnir hefðu verið aðeins neðar á kinn sendiherrans þá hefði hálsslagæð getað farið í sundur og það hefði verið lífshættulegt en skurðirnir voru mjög djúpir. Einhverjar skemmdir urðu á hendi sendiherrans en talið er að hann nái fullum bata.

Ráðist á sendiherra Bandaríkjanna

Árásarmaðurinn yfirbugaður
Árásarmaðurinn yfirbugaður AFP
AFP
Við sendiráð Bandaríkjanna í Seúl
Við sendiráð Bandaríkjanna í Seúl AFP
Farið með Mark Lippert á sjúkrahús
Farið með Mark Lippert á sjúkrahús AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert