Sakar Skandínava um áróður

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael.
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. AFP

Forsætisráðherra Ísrael, Benjamin Netanyahu, hefur sakað ríkisstjórnir í Skandínavíu um að eyða mörgum milljónum dollara í áróður gegn sér, til að koma sér frá völdum. Ásökunina bar Netanyahu upp í útvarpsviðtali í vikunni en í næstu viku fara fram kosningar í landinu.

Netanyahu er forsætisráðherraefni flokksins Likud en búist er við mikilli samkeppni frá miðju- og vinstriflokkum. 

„Skandínavískar ríkisstjórnir hafa eytt milljónum dollara í áróður til þess að koma mér frá völdum. Raunar margar vestrænar ríkisstjórnir en sérstaklega þær skandínavísku. Ríkisstjórnirnar eru meðvitaðar um að þær vilja frekar að flokkarnir Buji eða Livni séu við völd,“ sagði Netanyahu og vísar þar í stjórnarandstöðuflokkana. 

Ekki er langt síðan Svíar viðurkenndu sjálfstæði Palestínu. Sú ákvörðun leiddi til þess að Ísraelar kölluðu sendiherra sinn í landinu heim. Utanríkisráðherra Svíþjóð, Margot Wallström, hefur einnig sætt gagnrýni í Ísrael fyrir að hafa hætt við fyrirhugaða heimsókn til Jerúsalem. 

Sjá frétt The Local

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert