Hætta leit að farþegum vélar AirAsia

AFP

Leit hefur verið hætt að líkum farþega QZ 8501, vélar AirAsia sem hrapaði í Jövuhaf í lok síðasta árs. Vélin var á leiðinni frá borginni Surabaya í Indónesíu til Singapúr. 162 manns voru um borð í vélinni og hafa 106 lík fundist.

Ekki eru allir ástvinir þeirra látnu ánægðir með málalyktir og vilja að leitinni verði haldið áfram. Frangky Chandra missti bróður sinn í slysinu og segir hóp ættingja ætla að skipuleggja leit upp á eigin spýtur.

Báðir flugritar vélarinnar fundust. Rannsókn leiddi í ljós að vélin reis of hratt skömmu áður en hún drap á sér með þeim afleiðingum að hún fórst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert