Flogið viljandi á fjallið?

Menn fylgjast með annarri flugvél Germanwings hefja sig til lofts.
Menn fylgjast með annarri flugvél Germanwings hefja sig til lofts. AFP

Gögn úr flugrita Germanwings vélarinnar sem fórst í frönsku Ölpunum í gær sýna að annar flugmannanna yfirgaf flugstjórnarklefann áður en flugvélin tók að hrapa og komst ekki inn að nýju.

Þessu greinir The New York Times frá en miðillinn segir hermann sem tekur þátt í rannsókn málsins hafa lýst mjög rólegu og yfirveguðu samtali milli flugmannanna snemma í fluginu milli Barselóna og Dusseldorf sem náðist á flugritan klefanum. Seinna á hljóðupptökunni heyrist hinsvegar að annar flugmaðurinn yfirgefur klefann áður en flugvélin tekur að lækka flugið. Eins heyrist að maðurinn kemst ekki inn.

„Maðurinn fyrir utan ber létt á hurðina og það er ekkert svar,“ segir rannsakandinn samkvæmt The New York Times. „Þá ber hann fastar á hurðina og ekkert svar. Það er aldrei svar.“

„Maður heyrir að hann er að reyna að brjóta upp hurðina,“ segir rannsakandinn.

Rannsakandinn segist ekki vita afhverju annar flugmannanna fór út en að víst væri að við lok flugsins hefði hinn verið einn eftir inni og ekki opnað dyrnar.

Í umfjöllun CNN um málið segir að það sé í hæsta máta óvenjulegt þar sem það mæli gegn öllum reglum að flugmaður sé skilinn einn eftir inni í flugstjórnarklefanum. Þurfi annar flugmannanna að bregða sér frá þurfi flugfreyja eða flugþjónn að koma inn í hans stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka