Þjóðarsorg í Kenía

Uhuru Kenyatta, forseti Kenía, hefur lýst yfir þriggja dag þjóðarsorg í landinu vegna voðaverkanna í fyrradag, þegar hryðjuverkasamtökin al-Shabab réðust inn í háskóla í borginni Garissa og myrtu 148 manns.

Í ávarpi í dag áréttaði Kenyatta að brugðist yrði við árásinni, sem og frekar árásum sem gerðar yrðu í landinu, af fullri hörku. Þjóðin mætti ekki láta deigan síga.

Fimm manns eru í haldi lögreglu, grunaðir um aðild að árásinni.

Árásin er sú blóðugasta í Kenía frá því að liðsmenn al-Qaeda frömdu sprengjuárás við bandaríska sendiráðið í Naíróbi árið 1998. Þá féllu 213 manns.

al-Shabab samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau hótuðu frekari árásum í landinu.

Uhuru Kenyatta, forseti Kenía.
Uhuru Kenyatta, forseti Kenía. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert