Vill loka flóttamannabúðum í Dadaab

William Ruto, forseti Kenía.
William Ruto, forseti Kenía. AFP

William Ruto, forseti Kenía, vill að flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna loki flóttamannabúðunum í Dadaab í Kenía sem allra fyrst. Ef þeim verði ekki lokað á næstu þremur mánuðum segist hana munu sjá til þess að flóttamennirnir fari aftur til Sómalíu.

Flóttamannabúðirnar, sem eru þær fjölmennustu í heimi, eru nálægt landamærunum við Sómalíu.

Ekki er vitað nákvæmlega hversu margir flóttamenn dvelja í búðunum, en talið er að þeir séu allt að hálf milljón talsins.

Flestir flóttamennirnir koma frá Sómalíu og telja stjórnvöld í Kenía að vísbendingar bendi til þess að liðsmenn sómölsku hryðjuverkasamtakanna Shabab, sem myrtu nýlega 149 háskólanema í bænum Garissa, hafi komið frá flóttamannabúðunum í Dadaab.

Talsmaður flóttamannahjálparinnar segist hafa heyrt af kröfum forsetans í fjölmiðlum, en enn hafi engin formleg krafa borist.

Frétt CNN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert