Minnast fórnarlambanna

Frá dómkirkjunni í Köln í morgun.
Frá dómkirkjunni í Köln í morgun. AFP

Minningarathöfn um þá sem fórust með flugi Germanwings í Ölpunum í síðasta mánuði verður haldin í dómkirkjunni í Köln í dag. Alls fórust 150 af 18 þjóðernum, flestir Þjóðverjar og Spánverjar. Ættingjar fórnarlambanna verða viðstaddir minningarathöfnina, ásamt kanslara Þýskalands, Angelu Merkel. Gert er ráð fyrir 1.500 gestum við minningarathöfnina og verður kveikt á kerti fyrir hvert fórnarlamb sjálfsvígs aðstoðarflugmanns farþegaþotunnar, Andreas Lubitz, sem grandaði henni vísvitandi þann 24. mars sl.

Samgönguráðherrar Spánar og Frakklands taka þátt í athöfninni auk forstjóra Lufthansa, Carsten Spohr. Flaggað verður í hálfa stöng um allt Þýskalands og eins er syrgendum boðið að leggja blóm til minningar um ástvini á kirkjutröppurnar.

Samkvæmt BBC mun forseti Þýskalands, Joachim Gauck, taka þátt athöfninni sem og innanríkisráðherra Spánar,  Jorge Fernandez Diaz, auk helstu trúarleiðtoga Þýskalands.

Kveikt verður á 150 kertum til minningar um þá sem …
Kveikt verður á 150 kertum til minningar um þá sem fórust í Ölpunum í mars. AFP
AFP
AFP
AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert