Bíða barnsins fyrir utan sjúkrahúsið

Það var margt um manninn við Lindo-álmuna þann 23. júlí …
Það var margt um manninn við Lindo-álmuna þann 23. júlí árið 2013, daginn eftir fæðingu Georgs prins. AFP

Tryggir aðdáendur bresku konungsfjölskyldunnar hafa komið sér fyrir fyrir utan sjúkrahúsið í London þar sem áætlað er að Katrín Middleton hertogaynja fæði annað barn sitt. Líkt og Georg prins mun barnið koma í heiminn á Lindo-álmunni á St. Mary´s sjúkrahúsinu í Paddington, vesturhluta London.

Ekki hefur verið gefin út opinber tilkynning um áætlaðan fæðingardag barnsins en Katrín er sögð hafa sagt sjálfboðaliða sem hún hitti í heimsókn á barnaheimili að von væri á barninu seinni hluta mánaðarins.

Sky-sjónvarpsstöðin ræddi við þær Marie Scott og Amy Thomson í gær. Þær voru fyrir utan Lindo-álmuna þegar Georg kom í heiminn og hafa þegar verið í London í tvær vikur í von um að ná góðum stað við sjúkrahúsið.

Katrín og Vilhjálmur koma út af sjúkrahúsinu með barnið eftir fæðingu þess og stilla sér upp fyrir myndavélarnar og því vilja þær vera tímanlega.

„Síðast var andrúmsloftið rafmagnað. Tilfinningin sem við fengum þegar þau komu út með barnið, við gátum ekki misst af þessu,“ segir Thomson í samtali við Sky-sjónvarpsstöðina.   

Vinnumenn setja upp öryggisgrindur fyrir framan Lindo-álmuna.
Vinnumenn setja upp öryggisgrindur fyrir framan Lindo-álmuna. AFP
Von er á öðru barni þeirra Katrínar og Vilhjálms innan …
Von er á öðru barni þeirra Katrínar og Vilhjálms innan tíðar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert