Vilhjálmur kominn í fæðingarorlof

Vilhjálmur er kominn í leyfi frá störfum sínum innan hersins.
Vilhjálmur er kominn í leyfi frá störfum sínum innan hersins. AFP

Vilhjálmur Bretaprins hefur nú lokið fyrsta hluta þjálfunar sinnar á sjúkraþyrlu innan breska flughersins. Lauk hann þjálfuninni fyrr en venjulegt er þar sem nú tekur við orlof vegna fæðingar barns hans og Katrínar Middleton, hertogaynju. Barnið er væntanlegt í heiminn á næstu dögum.

Prinsinn er sagður hafa staðið sig vel í þjálfuninni. Hann verður ekki við störf til 1. júní, bæði vegna fæðingarorlofsins og konunglegra skyldna í lok maí.

Ekki er vitað með vissu hver áætlaður fæðingardagur barnsins er. Komi það í heiminn í dag mun það deila afmælisdegi með Elísabetu langömmu sinni sem á 89 ára afmæli í dag. Barnið verður fimmta barnabarn hennar.

Komi barnið í heiminn fyrir helgi nær það að hitta Harry frænda fyrr en áður áætlað hafði verið enn hann er í  stuttu leyfi í Bretlandi. Þessa dagana er hann við störf innan hersins í Ástralíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert