Útilokað að finna fleiri á lífi

Api í rústunum í Nepal.
Api í rústunum í Nepal. AFP

Útilokað er talið að fleiri finnist á lífi í rústunum í Nepal, en síðasta fórnarlambi skjálftanna sem fannst á lífi í rústunum var bjargað á fimmtudaginn. Alls hafa rúmlega 7.000 fundist látnir í Nepal frá því jarðskjálfti skók landið fyrir rúmri viku. Aðaláhersla björgunarfólks er nú á að koma nauðþurftum til fólks.

Það hefur þó í mörgum tilvikum reynst þrautin þyngri, því tollverðir í Nepal taka í mörgum tilvikum það sem virðist vera óþarflega langan tíma til að tollafgreiða nauðþurftir á leið inn í landið. Þá hefur flugvöllurinn í höfuðborginni Katmandú nánast ekki undan að taka á móti flugvéum, sem hefur enn tafið björgunarstarf.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert