Skutu niður sýrlenska þyrlu

F-16 orrustuþota.
F-16 orrustuþota. AFP

Tyrkneski herinn tilkynnti í dag að hann hefði skotið niður sýrlenska þyrlu sem flogið hafi inn í lofthelgi Tyrklands yfir suðurhluta landsins.

Samkvæmt yfirlýsingu Ismet Yilmaz, varnamálaráðherra Tyrklands, var þyrlan stödd 11 kílómetra inni í lofthelginni þegar hún var skotin niður. Þyrlan hafði þá verið þar í fimm mínútur. Þyrlan var skotin niður af tyrkneskum F-16 orrustuþotum og segir í frétt AFP að hún hafi brotnað í þrennt við árásina og fallið til jarðar Sýrlandsmegin við landamærin.

Fram kemur í fréttinni að sýrlenska ríkissjónvarpið hafi lýst því yfir að um drón hafi verið að ræða en ekki þyrlu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert