Grípa til aðgerða gegn smyglurum

Ráðherrar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu í dag að grípa til aðgerða gegn smyglurum sem hjálpa flóttafólki að komast frá Norður-Afríku og til Evrópu. 

Aðgerðirnar munu meðal annars fela í sér að safnað verður upplýsingum um smyglarana, hvar þeir staðsetja sig og í einhverjum tilfellum verða fleytur þeirra eyðilagðar.

Federica Mocherini, utanríkismálastjóri Evrópusambands, sagði eftir fund ráðherranna í dag að markmiðið væri alls ekki að eyðileggja fleytur smyglaranna, heldur það að koma í veg fyrir að þeir gætu grætt á því smygla flóttafólki yfir Miðjarðarhafið.

Hún sagði að gripið yrði til aðgerða strax á næstu mánuðum.

Fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins hefur áður lagt það til við ríki Evópusambandsins að þau taki við ákveðnum fjölda flótta­manna og þeim auðveldað að kom­ast til Evr­ópu með lög­leg­um leiðum í stað þess að þurfa að flýja með aðstoð smygl­ara.

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert