Franskir kennarar mótmæla breytingum

Kennarar í Frakklandi lögðu niður störf í morgun til að mótmæla breytingum á skólakerfi landsins.

Breytingarnar felast meðal annars í því að draga úr kennslu í latínu og grísku og kenna nemendum í staðinn um klassíska menningu. Um er að ræða kennslu nemenda á aldrinum 11 til 15 ára.

Einnig stendur til að gefa skólum meira sjálfstæði en áður hefur verið lögð áhersla á að öll börn í menntaskólum landsins fái nákvæmlega sömu menntun.

32% barna verkamanna ljúka ekki menntaskólanámi. Hlutfallið er töluvert lægra þegar kemur að börnum þeirra sem eru hærra settir í þjóðfélaginu, eða um 5%.

Breytingarnar á að gera til að koma til móts við niðurstöður úr könnunum sem sýna að hnignun í franska menntakerfinu, samkvæmt skýrslur OECD.

Frá mótmælum í Frakklandi í morgun.
Frá mótmælum í Frakklandi í morgun. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert