Skelfileg aðkoma í búðunum

Meðal líkamsleifa sem hafa fundist í búðunum.
Meðal líkamsleifa sem hafa fundist í búðunum. AFP

Byrjað er að grafa upp lík flóttafólks í fjöldagröfum sem fundust um helgina við landamæri Taílands í Malasíu. Allt bendir til þess að fólkið hafi verið beitt skelfilegu harðræði áður en það lést.

Lögregla heimilaði fjölmiðlafólki að fara með inn í frumskóginn þar sem fundist hafa 28 búðir smyglara þar sem flóttafólki var haldið. Lögregla hvatti blaðamennina til að vera vel á verði og ef þeir heyrðu skothvelli ættu þeir að kasta sér á jörðina á þessu fjögurra tíma ferðalagi. 

Fjöldagrafirnar voru inni í búðunum sjálfum en búðirnar eru umluktar gaddavírsgirðingu svo flóttamennirnir kæmust ekki í burtu. Alls eru grafirnar 37 talsins í þessum búðum en einungis hefur verið hægt að bera kennsl á eitt líf.

Alls hafa fundist 139 grafir skammt frá búðunum þar sem flóttafólkinu var haldið. Árum saman hafa glæpasamtök notað frumskóga í Taílandi og Malasíu til að smygla fólki til Malasíu. Meirihluti þess tilheyrir rohinga-múslimum sem flýja ofsóknir í Búrma, að sögn mannréttindasamtaka. Aðrir eru frá Bangladess og vonast til að finna vinnu í Malasíu.

Taílensk yfirvöld hafa á sama tíma lokað leiðum sem glæpasamtök hafa notað til að flytja flóttamenn á milli svæða. Glæpasamtökin urðu því að flytja flóttamennina með bátum sjóleiðina til Malasíu.

Þúsundir flóttamannanna eru hins vegar strand eftir að glæpasamtökin yfirgáfu fólkið á miðri leið og engin lönd vilja taka við þeim. Þetta þýðir að hundruð sveltandi flóttamanna bíða nú á hafi úti. 

Allt bendir til þess að fólki á öllum aldri hafi verið haldið í búðunum því barnaskór og annað sem tengist börnum hefur fundist í yfirgefnum búðum. 

AFP
AFP
AFP
Híbýli sem flóttafólkið hírðist í.
Híbýli sem flóttafólkið hírðist í. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert