Þurfa að semja á morgun

Mark Rutte forsætisráðherra Hollands.
Mark Rutte forsætisráðherra Hollands. AFP

Fjármálaráðherrar evruríkjanna munu funda á morgun laugardag um skuldavanda Grikklands. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í morgun að fundurinn yrði gríðarlega mikilvægur. Viðræður hafa staðið yfir alla vikuna á milli grískra stjórnvalda og alþjóðlegra lánadrottna Grikklands um stöðuna en án sameiginlegrar niðurstöðu.

Haft er eftir Mark Rutte, forsætisráðherra Hollands, á fréttavefnum Euobserver.com, að náist samkomulag ekki á morgun væri nær útilokað að af því yrði. Ennfremur kemur fram í fréttinni að Rutte hafi sagt við aðra forystumenn innan Evrópusambandsins að tækist ekki að landa samkomulagi á morgun væri tímabært að funda og „ræða næstu skref.“

Rutte sagði í gær við fjölmiðla að ef samkomulag næðist ekki þyrftu forystumenn Evrópusambandsins að koma sér upp varaáætlun. Haft er eftir Werner Faymann, kanslara Austurríkis, að án samkomulags væri tímabært að ræða hvaða afleiðingar það hefði að Grikkir segðu skilið við evrusvæðið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert