Bíða enn svara um Assange

Julian Assange, stofnandi Wikileaks.
Julian Assange, stofnandi Wikileaks. AFP

Sænskir saksóknarar segjast enn bíða eftir svari frá stjórnvöldum í Ekvador um hvort þeir fái að yfirheyra Julian Assange, stofnanda Wikileaks, vegna ásakana um nauðgun.

Sænsk stjórnvöld gáfu út handtökutilskipun á hendur Assange eftir að tvær konur þar í landi sökuðu hann um að hafa nauðgað sér og beitt þær kynferðislegu ofbeldi. Hann leitaði hælis í sendiráði Ekvadors í Lundúnum í júlí 2012, til að forðast að verða framseldur til Bandaríkjanna, og dvelur hann enn þar.

„Við erum enn að bíða eftir leyfi frá Ekvador til að geta hafið yfirheyrslurnar í sendiráðinu í Lundúnum,“ sagði Marianne Ny, hjá skrifstofu saksóknaraembættisins, í samtali við AFP.

Tíminn er að renna út þar sem kynferðisbrotamálin fyrnast í ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert