Drengurinn lést af slysförum

AFP

Sjó ára gamall drengur sem fannst látinn á byggingarsvæði í South Yorkshire í gærmorgun, lést af slysförum. Drengurinn fór út að leika við vini sína á sunnudagskvöld, kvaddi þá og hélt heim. Hann skilaði sér hins vegar ekki þangað og upphófst þá mikil leit að honum.

Snemma í gærmorgun fannst svo lík hans á byggingarsvæði rétt við leikvöllinn þar sem hann hafði verið kvöldið áður.

Frétt mbl.is: Fundu lík drengsins

Sky-sjónvarpsstöðin hefur eftir ömmu drengsins að nú sé ljóst að hann hafi látist af slysförum. Hann hafi runnið til og ofan í rör á byggingarsvæðinu. Þar hafi hann setið fastur. Hann var svo látinn er hann fannst morguninn eftir.

Rigning var á sunnudagskvöld og hált á byggingarsvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert