Systir Osama á meðal hinna látnu

Osama bin Laden.
Osama bin Laden. Ljósmynd/Wikipedia

Raja Hashim, stjúpmóðir Osama bin Ladens, Sanaa, systir hans, og eiginmaður hennar, Zuhair Hashem, voru á meðal þeirra sem létu lífið þegar flugvél fórst við flugvöllinn Blackbushe í suðurhluta Englands í gær. Þetta herma heimildir AFP.

Auk þeirra féll jórdanskur flugmaður í brotlendingunni. Vélin brotlenti á bílastæðaplani við flugvöllinn.

Sendiráð Sádi-Arabíu í Lundúnum hefur ekki staðfest hverjir það voru sem létust í flugslysinu.

Sendiráðið hyggst aðstoða bresk yfirvöld við að rannsaka málið og við að koma jarðneskum leifum farþeganna til Sádi-Arabíu til greftrunar.

Mohammad, faðir Osama, lést sjálfur í flugslysi árið 1967. Bin Laden féll í skotbardaga við bandaríska sérsveitarmenn árið 2011.

Frétt mbl.is: Skyldmenni Bin Laden létust í flugslysinu

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert