Biðla til Evrópusambandsríkja

AFP

Stjórnvöld í Bretlandi og Frakklandi hafa hvatt önnur ríki Evrópusambandsins til að hjálpa þeim við að takast á við flóttamannavandann í frönsku borginni Calais.

Theresa May, innanríkisráðherra Bretlands, og Bernard Cazeneuve, innanríkisráðherra Frakklands, segja í grein í Sunday Telegraph í dag að um alþjóðalega flóttamannakrísu sé að ræða. Þau biðla til ráðamanna í Evrópu að leggja sitt af mörkum.

Farandfólk hefur laumast um borð í flutningabíla í borginni og komist þannig til Bretlands.

Cala­is er við munna Ermar­sunds­gang­anna. Mörg þúsund far­and­menn frá Mið-Aust­ur­lönd­um og Afr­íku hafa hreiðrað um sig á svæðinu næst göng­un­um og valdið tölu­verðum trufl­un­um á sam­göng­um á milli Bret­lands og Frakk­lands

Eftirlit á svæðinu hefur verið hert, öryggismyndavélum hefur til að mynda verið fjölgað og girðingar hafa verið efldar.

Í byrj­un júlí héldu um þrjú þúsund flótta­menn, flest­ir frá Eþíóp­íu, Erít­r­eu, Súd­an og Afganistan, til í Cala­is.

AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert