Farga mat til að „vernda heilsu íbúa“

Vladimir Putin er ekki hrifinn af erlendum mat.
Vladimir Putin er ekki hrifinn af erlendum mat. AFP

Förgun 350 tonna af smygluðum vestrænum matvælum í Rússlandi fyrr í vikunni hefur vakið mikla reiði og halda margir því fram að það hefði átt að gefa fátækum matinn. NBC segir frá þessu.

Meðal þess sem var fargað voru pólsk svínahjörtu og epli, ítölsk kíví, nektarínur frá Marokkó, svínakjöt frá Írlandi og ostar frá óþekktu svæði.

„Ég er sammála því að þetta litur ekki vel út,“ sagði talsmaður stjórnvalda Dmitry Peskov í viðtali við fjölmiðilinn RBC á fimmtudaginn. Hann bætti hinsvegar við að matnum hafi verið fargað til þess að vernda heilsu íbúa landsins.

Ríkisstjórn Vladimir Putin bannaði vestrænan matarinnflutning á síðasta ári í kjölfar viðskiptaþvingnanna vestrænna ríkja vegna Úkraínudeilunnar.

Förgunin mun halda áfram að sögn Alexei Alexeynko, yfirmanns hjá innflutningseftirliti Rússlands.

Eins og fyrr kom fram hefur förgunin verið harðlega gagnrýnd, sérstaklega í ljósi þess að í Rússlandi búa 16% íbúa undir fátækramörkum og fjölgar þeim dag frá degi. Jafnframt er litið á matarsóun sem tabú í rússneskri menningu.

Yfir 300 þúsund manns skrifað und­ir und­ir­skriftal­ista þar sem op­in­ber­ir starfs­menn eru beðnir um að gefa mat­inn frek­ar til fátækra og er það met í undirskriftum í Rússlandi.

En að mati landbúnaðarráðherra Rússlands, Alexander Tkachyov er ekki mögulegt að dreifa matnum þar sem að þeir sem sæju um dreifinguna myndu líklega stela stórum hluta matarins.

Viðskiptabann rússneskra yfirvalda hefur orðið til þess að matvælaverð í landinu hefur hækkað gífurlega. Þar af leiðandi hefur smygl aukist mikið.

Fyrri frétt mbl.is: Farga vestrænum smyglvarningi

Fyrri frétt mbl.is: Engir „vestrænir“ ostar né paté

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert