„Mér þykir vænt um konur“

Donald Trump ræðir við blaðamenn eftir kappræðurnar.
Donald Trump ræðir við blaðamenn eftir kappræðurnar. AFP

Donald Trump segist kunna að meta konur og að aðeins einhver „afbrigðilegur“ myndi trúa því að hann hafi verið að tala um blæðingar þegar hann sagði að þáttastjórnandanum Megyn Kelly „blæddi hvar sem er“. Trump lét ummælin flakka eftir sjónvarpskappræður for­seta­efna re­públi­kana í Banda­ríkj­un­um á fimmtudaginn.

Fyrri frétt mbl.is: Trump blóðugur upp á bak

Í samtali við CNN í dag reyndi Trump að bæta úr skaðanum sem varð vegna málsins en hætt var við að fá Trump til þess að flytja ræðu á sam­komu re­públi­kana vegna um­mæla hans í garð  Kelly.

„Mér þykir vænt um konur. Ég vil hjálpa konum. Ég mun geta gert hluti fyrir konur sem enginn annar frambjóðandi gæti gert og það er mér mjög mikilvægt,“ sagði Trump á CNN.

Trump lagði áherslu á að hann hefði ekki meint að Kelly, sem var spyrill kvöldsins, hafi verið á blæðingum á fimmtudaginn.

„Ég kláraði ekki einu sinni hugsunina,“ sagði hann. „Ég var að fara að segja „úr nefi/eyrum“ því það er algengt orðasamband sem sýnir reiði. Aðeins einhver afbrigðilegur myndi segja að ég hafi verið að tala um blæðingar. Þú þarft næstum því að vera eitthvað veikur til þess að setja þetta saman.“

Annað forsetaefni repúblikana, Carly Fiorina, gagnrýndi Trump og sagði „enga afsökun“ fyrir ummælum sínum um Kelly. „Þetta voru óviðeigandi og móðgandi ummæli,“ sagði hún í samtali við CNN.

„Þegar ég vann mig upp í viðskiptaheiminum voru margir karlmenn sem gáfu í skyn að ég væri óhæf til að taka ákvarðanir því kannski væri ég á túr. Konur skildu þessi ummæli og já þau voru móðgandi,“ bætti hún við.

Umfjöllun Washington Post. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert