Trump blóðugur upp á bak

Donald Trump
Donald Trump AFP

Hætt hefur verið við að fá Donald Trump til þess að flytja ræðu á samkomu repúblikana vegna ummæla hans í garð Megyn Kelly þáttastjórnanda á Fox News. Trump taldi að hún hefði verið grimm í hans garð vegna þess að hún væri á túr. Þykja ummæli hans óviðeigandi og því var hann beðinn um að mæta ekki á samkomuna í dag og flytja ræðu eins og til stóð.

Ummæli Trump um að það hafi blætt úr augum hennar, henni blæddi hvar sem er, hafa fallið í grýttan jarðveg og hafa jafnvel flokksfélagar hans snúist gegn honum. Aðstandendur samkomunnar segja að það sé ekki hægt að bjóða fólki upp á að hlýða á ræðu Trumps eftir þetta.

<blockquote class="twitter-tweet">

Re Megyn Kelly quote: "you could see there was blood coming out of her eyes, blood coming out of her wherever" (NOSE). Just got on w/thought

— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) <a href="https://twitter.com/realDonaldTrump/status/629997060830425088">August 8, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>

Auðkýfingurinn Donald Trump var miðdepill fyrstu sjónvarpskappræðna forsetaefna repúblikana í Bandaríkjunum í fyrrinótt en er samt ekki álitinn helsti sigurvegari þeirra.

Nokkrir fréttaskýrendur höfðu spáð því að Trump myndi vera rólegri, varfærnari og „forsetalegri“ í kappræðunum á Fox News en hann hefur verið til þessa í kosningabaráttunni, en þeir reyndust ekki vera sannspáir.

Flestir hinna frambjóðendanna voru varfærnir og málefnalegir, reyndu að vera landsföðurlegir og létu stjórnendur kappræðnanna um að þjarma að Trump. Dan Balz, fréttaskýrandi The Washington Post, telur að kappræðurnar hafi lítil áhrif á fylgi forsetaefnanna í skoðanakönnunum.

Trump hefur gagnrýnt Fox eftir kappræðurnar og segir að Kelly hafi spurt sig ósanngjarna spurninga. Hann bætti um betur í viðtali við CNN í gærkvöldi þegar hann sagði að Kelly væri bara einhver sem hann bæri ekki mikla virðingu fyrir.

<blockquote class="twitter-tweet">

.<a href="https://twitter.com/RedState">@redstate</a> I miss you all, and thanks for all of your support. Political correctness is killing our country. "weakness."

— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) <a href="https://twitter.com/realDonaldTrump/status/630007166129303552">August 8, 2015</a></blockquote><script async="" charset="utf-8" src="//platform.twitter.com/widgets.js"></script><div id="embedded-remove"> </div>



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert