Aðstæðurnar í Karkív „einstaklega erfiðar“

Volodímír Selenskí, segir aðstæðurnar í Karkív einstaklega erfiðar.
Volodímír Selenskí, segir aðstæðurnar í Karkív einstaklega erfiðar. AFP

Úkraínskar hersveitar hafa náð miklum árangri gegn rússneskum hersveitum í Karkív-héraði, sagði Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, í dag. Þá sagði Selenskí jafnframt að aðstæðurnar í Karkív væru „einstaklega erfiðar“.

Rússneskar hersveitir hófu árás á Karkív-hérað 10. maí sem hafa skilað Rússum mesta landvinningi í Úkraínu í eitt og hálft ár.

„í Karkív-héraði eru hersveitir okkar að eyðileggja hernámsliðið, afleiðingarnar eru áþreifanlegar,“ sagði Selenskí í kvöldávarpi sínu í dag.

Mögulega „fyrsta bylgja“ árása

Selenskí varaði við því í síðustu viku að sókn Rússa í Karkív gæti verið „fyrsta bylgja“ árása og að rússneskar hersveitir gætu stefnt að borginni Karkív, næststærstu borg Úkraínu.

Vitaly Ganchev rússneskur embættismaður, sem stjórnvöld í Moskvu skipuðu sem héraðsstjóra í Karkív, sagði í dag að hersveitir Rússlands hefðu náð yfirráði yfir nær helming landssvæði Vovchansk sem er skammt frá Karkív.

„Okkar menn stjórna um 40 prósentum borgarinnar. Þeir hafa skorið djúpt í vörnina og rotað óvininn,“ sagði Vitaly Ganchev við rússneska ríkissjónvarpið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert