14 þúsund yfirgefið heimili sín í Karkív

Húsarústir skoðaðar í Karkív í morgun eftir drónaárás Rússa.
Húsarústir skoðaðar í Karkív í morgun eftir drónaárás Rússa. AFP/Sergey Bobok

Meira en 14 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í héraðinu Karkív í austurhluta Úkraínu eftir að rússneski herinn hóf þar landhernað 10 maí.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, greindi frá þessu.

„Yfir 14 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín á nokkrum dögum og næstum 189 þúsund manns til viðbótar búa innan 25 kílómetra frá rússnesku landamærunum og eru í hættu vegna yfirstandandi bardaga,” sagði Jarno Habicht, fulltrúi WHO í Úkraínu, á blaðamanafundi í Genf í Sviss.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert