Flugu rétt yfir húsþökum fyrir nauðlendingu

Flugvél í háloftunum.
Flugvél í háloftunum. Ljósmynd/Colourbox

Karlmaður og kona voru heppin að komast lífs af eftir að lítil flugvél þeirra varð að nauðlenda.

Viðbragðsaðilar voru kallaðir á flugvöllinn Bankstown í áströlsku borginni Sydney í gær þar sem vélin nauðlenti.

Bæði manninum og konunni, sem var farþegi, tókst að komast ómeidd úr flugvélinni eftir að vélin hafði flogið rétt yfir húsþökum áður á flugvöllinn kom.

„Þetta var mjög ógnvænlegt…tók á taugarnar,” sagði konan í viðtali við 9news og bætti við: „Við héldum að við myndum ekki ná þessum lendingarstað.”

Lögreglan rannsakar tildrög slyssins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert