Skildi dóttur sína eftir vegna slæmrar einkunnar

Miðbærinn í Róm fyrr í vikunni.
Miðbærinn í Róm fyrr í vikunni. AFP/Andreas Solaro

Ítölsk kona sem skildi 16 ára dóttur sína eftir úti á þjóðvegi í Róm vegna slakrar einkunnar í latínu hefur verið tilkynnt til yfirvalda, grunuð um ofbeldi gegn barni.

Lögreglan fann stúlkuna á göngu meðfram fjölförnum vegi í kringum höfuðborg Ítalíu og fór með hana beint á lögreglustöðina. 

Mæðgunar rifust í bílnum

Ítalskt dagblað greindi frá því að stúlkan hefði fengið góðar einkunnir í níu af tíu fögum í skólanum en rétt náði aftur á móti latínunni með fimm í einkunn.

Stúlkan sagði lögreglunni að hún og móðir hennar hefðu rifist og móðir hennar hefði ekið út vegkant og sagt henni að fara úr bílnum, að sögn dagblaðsins La Repubblica.

Lögreglan hefur móðurina, sem er fertug, grunaða um ofbeldi gegn barni og vísaði málinu til ungmennadómstóls.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert