Óttast um afdrif fleiri hundruð flóttamanna

Fleiri hundruð þúsund hafa reynt að komast yfir Miðjarðarhafið í …
Fleiri hundruð þúsund hafa reynt að komast yfir Miðjarðarhafið í ár. AFP

Óttast er að fleiri hundruð flóttamenn hafi drukknað þegar tveir flóttabátar sukku skammt frá Líbíu í gær.

Fyrri báturinn sökk í gærmorgun en tæplega 50 manns voru um borð. Sá seinni sökk síðar um daginn en yfir 400 manns voru um borð í þeim bát.

Reuters fréttastofan hefur eftir opinberum starfsmanni í Líbíu að um 200 hafi verið bjargað en þetta hefur ekki fengist staðfest, segir í frétt BBC.

Samkvæmt upplýsingum frá Sameinuðu þjóðunum hafa um 2.400 látist við að reyna að komst yfir Miðjarðarhafið til Evrópu það sem af er ári. Yfir 100 þúsund hafa komið að landi á Ítalíu og 160 þúsund í Grikklandi.

Fólkið sem var um borð í bátunum tveimur kemur frá Sýrlandi, Bangladess og nokkrum ríkjum sunnan Sahara.

BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert