Þrjátíu létu lífið í sjálfsmorðsárásum

Liðsmenn Boko Haram birtust á myndbandi í fyrra.
Liðsmenn Boko Haram birtust á myndbandi í fyrra. AFP

Að minnsta kosti þrjátíu manns létust í Norður-Kamerún í dag í tveimur sjálfsmorðsárásum. Fyrsta árásin átti sér stað stuttu fyrir hádegi á markaði í borginni Kerawa sem stendur við landamæri Kamerún og Nígeríu. Í kjölfarið var önnur árás framin í um 200 metra fjarlægð frá herbúðum.

Um fimmtíu manns létust á sama svæði í júlí í fimm sjálfsmorðsárásum sem tengdar voru við hryðjuverkasamtökin Boko Haram. Kamerún tekur þátt í alþjóðlegri herferð gegn samtökunum ásamt Nígeríu, Tsjad, Níger og Benin. Boko Haram hefur framið árásir á svæðinu reglulega síðustu tvö árin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert