Búast við 10 þúsund flóttamönnum

Stjórnvöld í Austurríki reikna með að allt að 10 þúsund flóttamenn komi til landsins frá Ungverjalandi. Fjögur þúsund hafa þegar komið yfir landamærin til Austurríkis samkvæmt frétt AFP eftir að ungversk yfirvöld hófu að flytja fólkið með rútum til landsins.

Ráðamenn í Þýskalandi og Austurríki hafa ákveðið að taka við þúsundum flóttamanna sem þegar eru komnir til ríkja Evrópusambandsins. Sebastian Kurz, utanríkisráðherra Austurríkis, sagði í morgun að straumur flóttafólks til heimalands hans hlyti að ýta við Evrópusambandinu og gera fólki ljóst í hversu miklu ögnstræti staðan innan sambandsins væri komin.

„Ég vona að þetta vekji fólk til umhugsunar um að þetta ástand getur ekki haldið áfram,“ er haft eftir honum í frétt AFP. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert