Flóttafólk fóðrað eins og skepnur

Ungverska lögreglan fóðrar flóttafólk „eins og dýr í stíu“ líkt og sjá má á myndskeiði sem birt var í gær. Á myndskeiðinu má sjá hvernig komið er fram við flóttafólk í stærstu flóttamannabúðum Ungverjalands, rétt við landamærin að Serbíu. 

Það var austurrískur sjálfboðaliði sem tók upp myndskeiðið með leynd en hann var að heimsækja flóttamannabúðirnar í Roszke á miðvikudag. Á því sést þegar um 150 manns troðast í átt að pokum með samlokum sem er hent til þeirra af ungversku lögreglunni. Lögreglumennirnir eru með hjálma og hlífðargrímur fyrir andlitum. Flóttafólkið er í girðingu inni í stóru húsi.

Á myndskeiðinu má m.a. sjá konur og börn í þvögu þessa hungraða fólks sem reynir að grípa brauð sem hent er upp í loft innan girðingarinnar. 

Flóttafólkið sést klifra upp á girðingarnar og reyna að ná athygli lögreglumannanna. 

„Þetta var eins og verið væri að fóðra dýr í stíu, eins og Guantanamo Evrópu,“ segir Klaus Kufner, sjálfboðaliði, sem var í búðunum ásamt konunni sem tók upp myndskeiðið.

Konan sem tók þetta upp á myndband heitir Michaela Spritzendorfer. Þau komu saman í búðirnar á miðvikudag til að færa flóttafólkinu mat, föt og lyf.

„Þetta var ómanneskjulegt en segir einnig margt um flóttafólkið sem fór ekki að slást um matinn þrátt fyrir að vera augljóslega mjög hungrað,“ segir Spritzendorfer.

Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur gagnrýnt aðbúnaðinn í Roszke-flóttamannabúðunum. Ungversk stjórnvöld ætla sér að setja lög sem heimila handtöku flóttafólks sem kemur til landsins. Lögin munu taka gildi á þriðjudag.

Gaddavírsgirðingu hefur verið komið upp á landamærum Ungverjalands og Serbíu. Hún er nú um 175 km löng en við hana verður bætt. 

Flestir þeir sem hafa flúið til Ungverjalands koma frá Sýrlandi og Írak. 

Lögreglumenn tóku svo á móti flóttafólki við landamæri Grikklands og Makedóníu með bareflum. Á myndskeiði sem Channel 4 birti í gærkvöldi sést þegar hópur fólks, sem hafði þurft að sofa úti í rigningunni nóttina áður, fær óblíðar móttökur við landamærin. Myndskeiðið má sjá hér að neðan.

Macedonian misery: hundreds of people trying to cross from Greece into Macedonia faced cold rain and angry riot police as they gathered in the muddy no-man's land on the border. Many had spent the previous night sleeping outside in the cold and wet.

Posted by Channel 4 News on Thursday, September 10, 2015
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Ódýr Nýr Ferðanuddbekkur nokkur stk 46.000 www.egat.is
- Hægt að hækka og lækka bak eins og hentar - Ferðataska fylgir - þyngd 18.5 k...
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Toyota Avensis 2014 ek 36000 km
Toyota Avensis, skráður 10/2014 en aðeins ekinn 36000 km, 1800cc sjálfskiptur, ...
fjórir flottir íslenskir mokka stálstólar til sölu
er með fjóra stálstóla mokka gæða stóla á 8,500 kr stykki sími 869-2798...
 
Breyting á aðal- og deiliskipulagi
Tilkynningar
Auglýsing um skipulag á Akranesi Till...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Geirlandsá - útboð óskað er eftir tilbo
Veiði
Geirlandsá - útboð Óskað er eftir til...
Skrifstofustjóri
Stjórnunarstörf
Skrifstofustjóri óskast til starfa hjá ...