Upptaka af símahrekknum

Elton John taldi sig vera að ræða við forseta Rússlands, …
Elton John taldi sig vera að ræða við forseta Rússlands, þar sem réttindi hinsegin fólks eru fótum troðin. AFP

BBC hefur birt upptöku af símtali milli Elton John og „Vladimir Pútín“, en um hrekk reyndist að ræða. Tónlistarmaðurinn taldi að forsetinn hefði hringt í sig til að ræða um réttindi hinsegin fólks, en var í raun að tala við tvo hrekkjalóma.

Upptaka af símtalinu var fyrst spiluð í sjónvarpi í Rússlandi.

Mennirnir á bakvið símaatið heita Vladimir Krasnov og Alexei Stolyarov, en annar þóttist vera forsetinn og talaði rússnesku, á meðan hinn þýddi.

Frétt mbl.is: Hringdi ekki í Elton John

Frétt mbl.is: Pútín hringdi í Elton John

<iframe allowfullscreen="" frameborder="0" height="315" src="https://www.youtube.com/embed/c4w3Umqmbq4" width="560"></iframe><div id="embedded-remove"> </div>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert