Kjörin borgarstjóri eftir líkamsárás

Henriette Reker var í dag kjörin borgarstjóri Kölnar í Þýskalandi daginn eftir að hún var stungin í hálsinn af árásarmanni. Málið vakti mikinn óhug í landinu.

Fram kemur í frétt AFP að Reker sé enn á sjúkrahúsi að ná sér eftir árásina en hún særðist alvarlega í henni. Hún hlaut 52,6% atkvæða í kosningunum en hún verður fyrsta konan til þess að gegna embætti borgarstjóra Kölnar. Helsti keppnautur hennar, jafnaðarmaðurinn Jochen Ott, hlaut tæpan þriðjung atkvæða.

Reker bauð sig fram sem óháður frambjóðandi en naut stuðnings kristilegra demókrata. Fram kemur í fréttinni að hún hafi verið nær óþekkt á landsvísu fyrir árásina.

Frétt mbl.is: Stakk frambjóðanda í Köln

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert