Hjónabönd samkynhneigðra formlega orðin lögleg

Þessi stuðningsmaður hjónabands samkynhneigðra bauð öllum í brúðkaup þegar úrslitin …
Þessi stuðningsmaður hjónabands samkynhneigðra bauð öllum í brúðkaup þegar úrslitin urðu ljós. AFP

Hjónaband samkynhneigðra var formlega fest í lög Írlands í dag, fimm mánuðum eftir sögulega þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem landið, sem hefur gegnum aldirnar verið kaþólskt, var fyrsta land heims til að samþykkja slíkt hjónaband í atkvæðagreiðslu.

Í yfirlýsingu frá skrifstofu forsetans sagði að með undirskriftinni í dag tæki hjónabandsfrumvarpið gildi og gerði samkynhneigðum pörum kleift að giftast í næsta mánuði.

62,1% Íra kusu með því að leyfa hjónabönd samkynhneigðra í maí. Lagalegar hindranir hafa síðan tafið að lögin tækju gildi, en í dag lauk því tímabili.

Frétt mbl.is: Samþykkja hjónaband samkynhneigðra

Ungir Írar voru sérlega áberandi í baráttunni fyrir lögleiðingu hjónabands …
Ungir Írar voru sérlega áberandi í baráttunni fyrir lögleiðingu hjónabands samkynhneigðra í landinu sem bar ávöxt í maí mánuði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert