Ban Ki-moon ekki á leið til Norður-Kóreu

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er í New York þessa …
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna er í New York þessa dagana. AFP

Sameinuðu þjóðirnar hafa neitað fregnum þess efnis að Ban Ki-moon, framkvæmdarstjóri samtakanna, sé á leið til Norður-Kóreu í vikunni. Kínverskir fjölmiðlar höfðu vitnað í norður-kóreska heimildarmenn sem héldu því fram að Ban myndi heimsækja Pyongyang í vikunni. Suður-Kóreska fréttastofan Yonhap sagði einnig frá áætlaðri heimsókn Ban.

Ban ætlaði að heimsækja Norður-Kóreu í maí en heimsókninni var aflýst af yfirvöldum þar í landi daginn áður en von var á framkvæmdarstjóranum.

Framkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna hefur ekki heimsótt Norður-Kóreu síðan að Boutros Boutros-Ghali fór þangað árið 1993.

Í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að Ban sé staddur í New York og verði þar þangað til í næstu viku þegar hann fer til Möltu. Þaðan heldur hann til Parísar á COP21 ráðstefnuna.

Engar áætlanir hafa verið uppi um að Ban færi til Norður-Kóreu en samkvæmt tilkynningunni hefur Ban lýst því yfir að hann sé til í að fara þangað og „spila uppbyggilegt hlutverk í friðarviðræðum“ á Kóreuskaganum.

Í kínverskum miðlum var því haldið fram að Ban myndi vera í Norður-Kóreu í fjóra daga og hitta meðal annars leiðtoga þjóðarinnar, Kim Jong-un.

Frétt BBC.

Fyrri frétt mbl.is: Ban Ki-moon sagður á leið til Norður-Kóreu

Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu hittir ekki Ban Ki-moon í þessari …
Kim Jong-Un leiðtogi Norður-Kóreu hittir ekki Ban Ki-moon í þessari viku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert