Rússnesk herflugvél skotin niður

Rússnesk Sukhoi Su-24
Rússnesk Sukhoi Su-24 AFP

Tyrkir skutu niður rússneska herflugvél af gerðinni Sukhoi Su-24 á landamærum Sýrlands í morgun. Flugvélin brotlenti í Sýrlandi og er einn flugmaður í haldi sýrlenskra vígamanna. Tveir flugmenn komust út úr flaki vélarinnar, samkvæmt fréttum tyrkneskra fjölmiðla.

Rússnesk yfirvöld segja að flugvélin hafi ekki rofið lofthelgi Tyrklands líkt og tyrknesk yfirvöld halda fram. 

Yfirstjórn tyrkneska hersins segir að flugmenn F-16 orrustuvélar hafi skotið flugvélina niður eftir að hafa ítrekað varað flugmenn hennar við því að þeir væru komnir inn í lofthelgi Tyrklands. Myndskeið sýna að flugvélin brotlenti í Latakia héraði. 

Rússneski herinn hefur gert ítrekaðar loftárásir í Sýrlandi og segir að þær beinist aðeins gegn hryðjuverkamönnum en aðgerðarsinnar segja að skotmörkin séu iðulega uppreisnarhópar sem njóta stuðnings vestrænna ríkja.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert