Verður grýtt til bana fyrir hjúskaparbrot

Það gilda ekki sömu lög fyrir konur og karla í …
Það gilda ekki sömu lög fyrir konur og karla í Sádi-Arbaíu AFP

Stjórnvöld í Sri Lanka eru að reyna að fá dauðadómi yfir konu frá Sri Lanka í Sádi-Arabíu breytt en grýta á konuna til bana fyrir hjúskaparbrot. Maðurinn sem hún átti í ástarsambandi við verður hins vegar ekki tekinn af lífi heldur hefur hann verið dæmdur til þess að þola 100 svipuhögg.

Konan, sem starfar sem þerna í Sádi-Arbíu er 45 ára tveggja barna móðir og gift. Maðurinn er hins vegar ókvæntur sem hún átti í ástarsambandi við. Þau voru dæmd í ágúst. 

Íbúar í Sri Lanka fylgjast grannt með málinu og hafa einhverjir þingmenn óskað eftir því ða ríkisstjórnin banni konum í Sri Lanka að fara til Sádi-Arbíu í atvinnuleit.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert