516 árásir tilkynntar í Köln

Fjölmargir komu saman í Köln í gær til að mótmæla …
Fjölmargir komu saman í Köln í gær til að mótmæla árásunum. AFP

Lögreglunni í Köln hafa nú borist 516 kærur vegna ofbeldis eftir síðustu nýársnótt. Um 40% þeirra snúast um kynferðisáreitni og ofbeldi. Lögreglunni í Hamborg hafa borist 133 tilkynningar um ofbeldi á nýársnótt. Árásir voru gerðar í fleiri þýskum borgum. 

Innanríkisráðherra Þýskalands, Heiko Maas, sagði í dag að árásirnar hefðu verið skipulagðar. 

„Að svo stór hópur manna komi saman og fremji slíka glæpi, það hlýtur að hafa verið skipulagt með einhverjum hætti,“ sagði hann í viðtali við þýska blaðið Bild.

„Það getur enginn haldið því fram að þetta hafi ekki verið skipulagt. Grunur okkar er sá að ákveðin dagsetning hafi verið ákveðin þegar fólk ætlaði að safnast saman.“ 

Í frétt Bild kemur fram að samkvæmt heimildum blaðsins komi fram í lögregluskýrslum að einhverjir menn hafi hvatt hóp á samfélagsmiðlum til að safnast saman í Köln á nýársnótt.

Ungir karlmenn, ekki aðeins frá Köln heldur einnig frá t.d. Frakklandi og Belgíu, hafi brugðist við kallinu og komið alla leið til vesturhluta Þýskalands til að taka þátt.

Þær kærur og tilkynningar sem lögreglunni í Köln hafa borist rændu mennirnir sumar konurnar, á öðrum var káfað og þær áreittar með ýmsum hætti. Að minnsta kosti tvær nauðganir hafa verið tilkynntar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert