Sendu formlega beiðni vegna Assange

Julian Assange talar á blaðamannafundi í sendiráði Ekvador í ágúst …
Julian Assange talar á blaðamannafundi í sendiráði Ekvador í ágúst í fyrrasumar. mbl.is/afp

Ríkissaksóknari Svíþjóðar hefur formlega beðið Ekvador um leyfi til að fá að yfirheyra Julian Assange vegna nauðgunar. Samkomulag þessa efnis var undirritað í desember síðastliðnum. Ekki er vitað hvenær saksóknari má búast við svari.

Sænsk yfirvöld vilja yfirheyra Assange vegna nauðgunarkæru frá árinu 2010. Assange er ástr­alsk­ur rík­is­borg­ari en hef­ur verið í sendi­ráði Ekvador í London frá því í júní árið 2012 eft­ir dóm­stóll í Bretlandi féllst á framsal hans til Svíþjóðar. Yf­ir­gefi hann sendi­ráðið gæti hann verið hand­tek­inn.

Assange er m.a. sagður ótt­ast framsal til Banda­ríkj­anna vegna ákæru um að hafa lekið þúsund­um trúnaðarskjala árið 2010. Hann neit­ar sök í nauðgun­ar­mál­inu en seg­ist hafa átt mök við kon­una með henn­ar samþykki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert